Karellen


Klæðnaður

Barnið þarf að vera hreint, hafa með sér hlífðarföt miðað við veðurfar þann daginn og aukaföt frá toppi til táar.

Listi yfir aukaföt:

Í hólfi:

Í körfu:

2 vettlingapör

1 buxur

Ullarsokkar

1 sokkarbuxur (vetur)

Húfu

1 nærbolur

Trefill/Kragi

1 nærbuxur

Pollaföt

2 pör af sokkum.

Ullarpeysa/flíspeysa

1 létta peysu

Snjógalli (vetur)

Nauðsynlegt er að merkja föt, skó og stígvél greinilega því mörg börn eru með líkan fatnað. Fái barnið lánaðan fatnað í leikskólanum skal hann þveginn og skilað sem allra fyrst. Bleyjur eru geymdar fyrir þá sem þær þurfa og hengdur miði á snaga þegar fer að vanta bleyjur. Unnið er með ýmis föndurefni sem geta fest í fötum svo ekki er ráðlegt að senda börn í betri fatnað í leikskólann. Mikilvægt er að fjarlægja reimar úr fatnaði vegna slysahættu sem af þeim getur stafað. Óskilamunir/föt eru hengd upp á snúru í fataklefa.

© 2016 - 2024 Karellen