Foreldrafélag

Meginmarkmið foreldrastarfs í leikskóla er að efla samstarf heimila og skóla þannig að það leiði af sér öflugra leikskólastarf með það að leiðarljósi að bætta líðan nemenda og árangur í námi.

Markmið foreldrafélags er að vera samstarfsvettvangur foreldra leikskólabarna. Stuðla að góðum skólaanda m.a. með því að vinna að öflugu félagslífi í leikskólanum. Stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans. Koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra varðandi leikskólastarfið til skólastjórnenda og foreldraráðs.

Skipuleggja viðburði í samstarfi við leikskólann. Styðja og hvetja deildarfulltrúa til að efla deildaranda og foreldrasamstarf á hverri deild. Koma á umræðu- og fræðslufundum fyrir foreldra um uppeldis- og leikskólamál. Veita leikskólanum lið í að bæta aðstæður til leiks og náms.

Í stjórn foreldrafélags Kærabæjar eru:

Sólveig Ólafsdóttir, formaður

María Björg Þorsteinsdóttir, ritari

Bjarni Bjarnason , meðstjórnandi og

Arna Matthíasdóttir og Rannveig Ólafsdóttir, varamenn.


Hér er hægt að sækja lög félagsins

Fundargerðir

Fundur haldinn 18.11.2020

Fundur haldinn 03.12.2019

© 2016 - 2021 Karellen