Karellen
news

Könnunarleikur

16. 11. 2017

Við erum byrjuð með könnunarleik fyrir yngstu nemendurna okkar þ.e. árgang 2016 þau eru átta og skipti ég þeim í tvo hópa þannig að hver nemandi fær einn tíma í viku.

Könnunarleikur gengur útá að börnin fái að kanna sjálf hvernig hlutir eru og hvað er hægt að gera með þeim
Við framkvæmum þetta nokkurn veginn svona: hver fær sína "hrúgu" af "verðmætum" (verðlausu dóti gjarnan endurnýtanlegum hlutum) hver hrúga er samansett með spennandi hlutum sem er hægt að setja ofaní hver annan og láta heyrast í t.d.keðjur, lyklar ofl. sjá mynd. Það er búið að stilla upp fyrir þau þegar þau koma inn í fjórar hrúgur sem eru allar eins samsettar og meiga börnin leika að vild færa á milli o.þ.h. Sá aðili sem sér um leikinn lætur fara lítið fyrir sér þar til kemur að tiltekt þá er allt flokkað eftir efnum hlutanna. Einnig er skráð í bók fyrir hvern og einn viðbrögð ofl. foreldrar geta svo skoðað skráningarnar t.d. í foreldraviðtölum.

Kveðja Mæja

© 2016 - 2024 Karellen