Karellen

Félagsfærni, sjálfstjórn og siðferðisvitund er öllum börnum mikilvæg til að geta átt góð samskipti og eignast vini.

ART ( Aggressoin Replacement Training) er vel afmörkuð og árangursrík aðferð til að draga úr erfiðri hegðun hjá börnum og ungu fólki t.d. þeim sem greinst hafa með ýmiskonar þroskaraskanir, ofvirkni og alvarlegar atferlistruflanir. En í raun hafa allir gott af því að læra ART og sums staðar í nágrannalöndum okkar er ART hluti af námsefni allra.

ART er leið til að ná til barna svo snemma að ART verði með tímanum ekki síst fyrirbyggjandi úrræði.


  • 1.FÉLAGSFÆRNIÞJÁLFUN: Nemendum eru kennd jákvæð samskipti í daglega lífinu. Unnið er kerfisbundið með tiltekin atriði. Þetta er gert með umræðum, hlutverkaleikjum og ýmis konar verkefnum.
  • 2.SJÁLFSTJÓRNUN: Nemendur læra að bregðast við árekstrum með því að þekkja: hvað kveikir reiði þeirra, hvað gerist innra með þeim þegar þau reiðast, hvernig þau eru vön að bregðast við og hvaða afleiðingar það hefur. Þeim er kennt að rjúfa ferlið með ýmsum aðferðum og innleiða nýjar samskiptaleiðir (félagslega færni).
  • 3.EFLING SIÐFERÐIS: Nemendur rökræða undir stjórn þjálfara út frá sögum (klípusögum) þar sem fyrir koma siðferðileg álitamál. Þetta eru annars vegar sögur sem tilheyra námsefninu og hins vegar sögur úr reynsluheimi barnanna sjálfra.


Við hér í Kærabæ fengum vottun sem ART skóli í júní 2017 og aftur í júní 2020

ART-teymið á Suðurlandi

© 2016 - 2023 Karellen