Karellen
news

Foreldrapóstur

08. 03. 2021

Sælir foreldrar.

Í síðustu viku nýttum við góða veðrið í að taka nokkra kaffitíma úti en þessi vika stefnir í að vera blautari og því viljum við minna á að nemendur þurfa að vera með nóg af útifötum og pollafötum. Græni og Rauði hópur var í málörvun og æfðu sig á stöfunum og litum í hreyfistund.

Nýtt þema í mars er einmitt dýr og litir og er orðalistann að finna í skilaboðahólkunum. Við ætlum að fá naggrís í heimsókn á Undraland sem nemendur geta fengið að skoða og klappa ef að foreldrar hafa ekki á móti því eða einhver sé með ofnæmi, endilega ef svo er látið mig vita.

Á fimmtudag fóru þau yfir á Ævintýraland í tónlistarstund. Í vísindastund var verið að perla, kubba eftir forskrift og prófa klakaliti.

Fljótlega ætlum við að byrja aftur með töflustjóra og þjón vikunnar og mun þá töflustjórinn sjá um að stilla upp spjöldunum okkar í myndrænu skipulagi svo að allir sjái hvað eigi að gera næst á deildinni okkar. Þjónn vikunnar fær að aðstoða Dagný á miðvikudögum við að skera ávexti þar til allir hafa fengið að prófa að skera en annars aðstoðar þjónninn við að setja t.d. glös á borðið og býður öllum að gjöra svo vel.

Í lokin vil ég minna ykkur foreldra á að taka orðalistana í skilaboðahólkunum með heim og kíkja reglulega í óskilahólfið. Nýjar myndir eru einnig á leið inn á Karellen.

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir endilega hafið samband.


Með bestu kveðju/Best regards,

Linda Agnarsdóttir

Deildarstjóri/ Department Manager

Heilsuleikskólinn Kæribær

Skaftárvellir 5a

880 Kirkjubæjarklaustur

undraland@klaustur.is

http://kaeribaer.leikskolinn.is/



Hello parents.

The good weather last week was used to take the coffeebreaks outside but this week seems to be a little bit wetter so we want to remind you that students need to have enough extra clothes and also waterproof outdoor clothes.

Græni og Rauði hópur was practising f.ex. letters and colors in hreyfistund.

New theme for March is animals (dýr) and colors (litir) and you can find the wordlists in your message-tubes. We are having a guineapig over for the students to take a look at and pet if parents have no objections or allergies, please let me know if you do.

On Thursday the students went to Ævintýraland for tónlistarstund and in vísindastund they were doing activities like pearling, putting blocks down like photos show and tried to make frozen ice-colors to paint with.

Soon we will start again with töflustjóri and þjónn vikunnar, töflustjóri gets to put up the pictures for the day schedule so everyone knows what we are doing next during the day and þjónn vikunnar helps Dagný with the fruits on Wednesday until everyone has had a go but also assists with putting like f.ex. glasses on the table and invite the others to eat.

I want to remind you to take home the wordlists in the message-tubes and to take a regular look in the óskilahólf (lost and found). New pictures are on the way into Karellen.

If you have any questions or comments please be in touch.

news

Foreldrapóstur

08. 03. 2021

Sælir foreldrar.

Í síðustu viku nýttum við góða veðrið í að taka nokkra kaffitíma úti en þessi vika stefnir í að vera blautari og því viljum við minna á að nemendur þurfa að vera með nóg af útifötum og pollafötum. Græni og Rauði hópur var í málörvun og æfðu sig á stöfunum og litum í hreyfistund.

Nýtt þema í mars er einmitt dýr og litir og er orðalistann að finna í skilaboðahólkunum. Við ætlum að fá naggrís í heimsókn á Undraland sem nemendur geta fengið að skoða og klappa ef að foreldrar hafa ekki á móti því eða einhver sé með ofnæmi, endilega ef svo er látið mig vita.

Á fimmtudag fóru þau yfir á Ævintýraland í tónlistarstund. Í vísindastund var verið að perla, kubba eftir forskrift og prófa klakaliti.

Fljótlega ætlum við að byrja aftur með töflustjóra og þjón vikunnar og mun þá töflustjórinn sjá um að stilla upp spjöldunum okkar í myndrænu skipulagi svo að allir sjái hvað eigi að gera næst á deildinni okkar. Þjónn vikunnar fær að aðstoða Dagný á miðvikudögum við að skera ávexti þar til allir hafa fengið að prófa að skera en annars aðstoðar þjónninn við að setja t.d. glös á borðið og býður öllum að gjöra svo vel.

Í lokin vil ég minna ykkur foreldra á að taka orðalistana í skilaboðahólkunum með heim og kíkja reglulega í óskilahólfið. Nýjar myndir eru einnig á leið inn á Karellen.

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir endilega hafið samband.


Með bestu kveðju/Best regards,

Linda Agnarsdóttir

Deildarstjóri/ Department Manager

Heilsuleikskólinn Kæribær

Skaftárvellir 5a

880 Kirkjubæjarklaustur

undraland@klaustur.is

http://kaeribaer.leikskolinn.is/



Hello parents.

The good weather last week was used to take the coffeebreaks outside but this week seems to be a little bit wetter so we want to remind you that students need to have enough extra clothes and also waterproof outdoor clothes.

Græni og Rauði hópur was practising f.ex. letters and colors in hreyfistund.

New theme for March is animals (dýr) and colors (litir) and you can find the wordlists in your message-tubes. We are having a guineapig over for the students to take a look at and pet if parents have no objections or allergies, please let me know if you do.

On Thursday the students went to Ævintýraland for tónlistarstund and in vísindastund they were doing activities like pearling, putting blocks down like photos show and tried to make frozen ice-colors to paint with.

Soon we will start again with töflustjóri and þjónn vikunnar, töflustjóri gets to put up the pictures for the day schedule so everyone knows what we are doing next during the day and þjónn vikunnar helps Dagný with the fruits on Wednesday until everyone has had a go but also assists with putting like f.ex. glasses on the table and invite the others to eat.

I want to remind you to take home the wordlists in the message-tubes and to take a regular look in the óskilahólf (lost and found). New pictures are on the way into Karellen.

If you have any questions or comments please be in touch.

© 2016 - 2024 Karellen