Karellen
news

Föstudagsfréttir :)

01. 10. 2021

Sælir foreldrar.

Í þessari viku áttum við 2 ára afmælisstrák og voru að venju flottir afmælisávextir í boði þann daginn.

Guli hópurinn útbjó fallegt haustlistaverk sem fær nú að prýða vegginn inni í rýminu þeirra og voru þau einnig dugleg að æfa sig að raða saman trékubbum, hlusta á Lubbalagið, skoða bókstafinn D og æfa sig í skemmtilegum rímleik.

Græni hópurinn fór í íþróttahúsið á miðvikudag og í heimsókn á Ævintýraland á fimmtudag í söngstund.

Í gær bauð veðrið upp á mikla útiveru og þar sem ekki veitti af gluggaþvotti eftir óveðrið um daginn var brunaslangan tekin út og prufuð og vakti það mikla lukku.

Í dag í vísindasmiðju var Græni og Rauði hópur að nota skynjun í fingrum, höndum og augum með því að blanda saman litum og sulla í heimatilbúnu slími úr m.a. Chia-fræjum og matarlit.

Þema október mánaðar er Umhverfið – Úti og eru orðalistar í skilaboðahólkunum sem eiga að fara heim. Orðaforðalistarnir eru verkfæri fyrir leikskólakennara og foreldra til að efla orðaforða leikskólabarna. Listarnir innihalda hugtök sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri að þriggja ára aldri hafi á valdi sínu. Athugið að ekki er nauðsynlegt að hvert barn þekki hvert orð en þetta er gott athugunartæki til að skoða hvernig orðaforði barnanna er.

Allir nemendur Undralands eiga nú að eiga heima söngmöppu Undralands sem inniheldur lög sem við erum að syngja og æfa á leikskólanum og í vetur langar okkur að hafa lag vikunnar sem hægt er að læra, syngja og æfa bæði hér í leikskólanum og heima. Lag vikunnar í næstu viku er Frost er úti fuglinn minn og má finna á Youtube.com fallega útgáfu af laginu með söngkonunni Hafdísi Huld.

Næsta vika verður í styttri kantinum hjá okkur þar sem leikskólinn er lokaður á föstudag vegna starfsdags og í lokin minni ég á að nýjar myndir koma inn á Karellen fljótlega.

Með bestu kveðju/Best regards,

Linda Agnarsdóttir

Deildarstjóri/ Department Manager

Undraland


Hello parents.

This week we had a 2 year old birthday boy and as usual we got delicious birthday-fruits that day.

Guli group (Yellow) painted a beautiful fall art piece that now hangs in their space and this week they were also practicing with wood blocks, listening to Lubbasong, studying the letter D and practicing in rhyme.

Græni group (Green) went to the sportscenter on Wednesday and visited Ævintýraland on Thursday for singing time.

Yesterday the weather was good so we spent a lot of the day outside and the windows were really dirty from the bad weather a few days ago so we took out the firehose and cleaned the windows, the students were really curious to see that.

Today in vísindasmiðja Græni and Rauði group (Green and Red) were using the senses in their fingers, hands and eyes while mixing together colors and playing with a homemade slime made from f.ex. Chia seeds and food coloring.

October´s theme is Umhverfið – Úti (the environment – outside ) and the wordlists you can find in the messagetubes and take home. These wordlists are tools for kindergarten teachers and parents to use to expand the childrens vocabulary. The wordlists include words that kindergarten students are supposed to have learned before or around the age of 3. It is not important that every child knows every word but the lists are good teaching tools and observation tools to see what kind of vocabulary the children have.

All of Undraland´s students should now have a song folder at home that has all the songs we are singing in the kindergarten and this winter we are going to have a song of the week, a song we are going to be learning, singing and practicing here in the kindergarten and it would be great if you would try to practice them also at home. Next weeks song is Frost er úti fuglinn minn and you can look it up on Youtube.com and listen to a beautiful version of the song by singer Hafdís Huld. Next week is going to be shorter than usual as the kindergarten is closed on Friday because of staffday. New pictures are on the way into Karellen later today.

news

Föstudagsfréttir :)

01. 10. 2021

Sælir foreldrar.

Í þessari viku áttum við 2 ára afmælisstrák og voru að venju flottir afmælisávextir í boði þann daginn.

Guli hópurinn útbjó fallegt haustlistaverk sem fær nú að prýða vegginn inni í rýminu þeirra og voru þau einnig dugleg að æfa sig að raða saman trékubbum, hlusta á Lubbalagið, skoða bókstafinn D og æfa sig í skemmtilegum rímleik.

Græni hópurinn fór í íþróttahúsið á miðvikudag og í heimsókn á Ævintýraland á fimmtudag í söngstund.

Í gær bauð veðrið upp á mikla útiveru og þar sem ekki veitti af gluggaþvotti eftir óveðrið um daginn var brunaslangan tekin út og prufuð og vakti það mikla lukku.

Í dag í vísindasmiðju var Græni og Rauði hópur að nota skynjun í fingrum, höndum og augum með því að blanda saman litum og sulla í heimatilbúnu slími úr m.a. Chia-fræjum og matarlit.

Þema október mánaðar er Umhverfið – Úti og eru orðalistar í skilaboðahólkunum sem eiga að fara heim. Orðaforðalistarnir eru verkfæri fyrir leikskólakennara og foreldra til að efla orðaforða leikskólabarna. Listarnir innihalda hugtök sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri að þriggja ára aldri hafi á valdi sínu. Athugið að ekki er nauðsynlegt að hvert barn þekki hvert orð en þetta er gott athugunartæki til að skoða hvernig orðaforði barnanna er.

Allir nemendur Undralands eiga nú að eiga heima söngmöppu Undralands sem inniheldur lög sem við erum að syngja og æfa á leikskólanum og í vetur langar okkur að hafa lag vikunnar sem hægt er að læra, syngja og æfa bæði hér í leikskólanum og heima. Lag vikunnar í næstu viku er Frost er úti fuglinn minn og má finna á Youtube.com fallega útgáfu af laginu með söngkonunni Hafdísi Huld.

Næsta vika verður í styttri kantinum hjá okkur þar sem leikskólinn er lokaður á föstudag vegna starfsdags og í lokin minni ég á að nýjar myndir koma inn á Karellen fljótlega.

Með bestu kveðju/Best regards,

Linda Agnarsdóttir

Deildarstjóri/ Department Manager

Undraland


Hello parents.

This week we had a 2 year old birthday boy and as usual we got delicious birthday-fruits that day.

Guli group (Yellow) painted a beautiful fall art piece that now hangs in their space and this week they were also practicing with wood blocks, listening to Lubbasong, studying the letter D and practicing in rhyme.

Græni group (Green) went to the sportscenter on Wednesday and visited Ævintýraland on Thursday for singing time.

Yesterday the weather was good so we spent a lot of the day outside and the windows were really dirty from the bad weather a few days ago so we took out the firehose and cleaned the windows, the students were really curious to see that.

Today in vísindasmiðja Græni and Rauði group (Green and Red) were using the senses in their fingers, hands and eyes while mixing together colors and playing with a homemade slime made from f.ex. Chia seeds and food coloring.

October´s theme is Umhverfið – Úti (the environment – outside ) and the wordlists you can find in the messagetubes and take home. These wordlists are tools for kindergarten teachers and parents to use to expand the childrens vocabulary. The wordlists include words that kindergarten students are supposed to have learned before or around the age of 3. It is not important that every child knows every word but the lists are good teaching tools and observation tools to see what kind of vocabulary the children have.

All of Undraland´s students should now have a song folder at home that has all the songs we are singing in the kindergarten and this winter we are going to have a song of the week, a song we are going to be learning, singing and practicing here in the kindergarten and it would be great if you would try to practice them also at home. Next weeks song is Frost er úti fuglinn minn and you can look it up on Youtube.com and listen to a beautiful version of the song by singer Hafdís Huld. Next week is going to be shorter than usual as the kindergarten is closed on Friday because of staffday. New pictures are on the way into Karellen later today.

© 2016 - 2024 Karellen