Karellen
news

Mánudagsfréttir :)

18. 10. 2021

Sælir foreldrar.

Margt búið að vera í gangi hér á Undralandi síðustu tvær vikur. Græni hópurinn fór einu sinni í íþróttahúsið en tíminn á miðvikudaginn síðasta féll niður vegna danskennslu í salnum. Guli hópurinn er búinn að vera duglegur að teikna, perla og púsla og fóru á föstudaginn í könnunarleik. Nú er aðlögun lokið hjá fjórum nemendum í Gula hópnum svo nú eru nemendur Undralands orðnir 22 talsins, 6 börn í Gula, 10 börn í Rauða og 6 börn í Græna. Við fengum að borða kartöfluuppskeruna okkar um daginn og smakkaðist hún bara ágætlega. Græni og Rauði hópur bjuggu til eldfjall í vísindasmiðju á föstudaginn og í síðustu viku áttum við 2 ára afmælisstrák.

Ég vil minna foreldra á að taka heim orðalistana sem eru í skilaboðahólkunum við fatahólfin, þetta eru orð sem við erum að leggja inn hér í leikskólanum og gott að nota heima einnig. Eitthvað vill það brenna við að föt barnanna séu merkt og langar mig að ítreka mikilvægi þess að merkja vel allan fatnað og skó/stígvél og að kíkja á föstudögum í óskilahólfið svo að hlutirnir rati nú á endanum heim.

Þessa dagana er ég að boða foreldra í foreldraviðtöl sem eiga börn fædd frá júlí til október en framvegis verða foreldrar boðaðir í foreldraviðtal í kringum afmæli barna sinna og svo hálfu ári seinna.

Í þessari viku ætla Rauði og Græni hópur að vinna haustverkefnið sitt úr ýmsum efnivið eins og t.d. pappír og laufblöðum og verður gaman að sýna ykkur afraksturinn.

Minni á í lokin að næsta mánudag er leikskólinn lokaður vegna starfsdags og að nýjar myndir eru á leið inn í Karellen.


Hello parents.

Last two weeks have gone by fast, Green group went to the sportscenter once but the class on Wednesday was cancelled because of dance lessons in the sportshall.

Yellow group have been active in drawing, puzzling and did some exploring on Friday with miscellaneous items. Now adaption is over for our new four students in Yellow group so now the students in Undraland are 22, 6 in Yellow group, 10 in Red group and 6 in Green group.

We got to eat our potato crop from the kindergarten yard the other day and it tasted great. Green and Red group made a volcano in science last Friday and last week we had a 2 year old birthday boy.

I want to remind you parents to take home the wordlists in the message tubes at the clothes compartments, these are words we are emphasising on here in the kindergarten and good to use at home also to increase vocabulary.

Everyday we find clothes or shoes that don´t have nametags and I want to stress the importance of marking all of the childrens clothes and shoes/boots and also to take a look on Fridays into the Lost and found compartment so everything finds their way to the rightful owner.

These days I´m inviting parents for interviews whose children are born from July to October and in the future the parents will be called for interview around your childrens birthdays and then half year later.

This week Red and Green group are going to finish their fall-project from miscellaneous items like paper and leaves and you will see the end result soon.

Just a quick reminder that next Monday the kindergarten is closed due to organisation day and also that new pictures are on the way into Karellen.


Með bestu kveðju/Best regards,

Linda Agnars

deildarstjóri Undralands

© 2016 - 2024 Karellen