Karellen
news

Öskudagur

20. 02. 2023

Kæru foreldrar.

Á miðvikudaginn er Öskudagur.

Þá mega börnin ykkar gjarnan koma grímuklædd eða í náttfötum. Við munum breyta út af vananum og sprella dálítið í tilefni dagsins. Ef veður leyfir förum við í göngutúr og syngjum fyrir fólk á förnum vegi og uppskerum e.t.v. eitthvað gott í staðinn. Síðan munum við dansa og skemmta okkur seinni part dagsins.

Bangsar og dúkkur velkomnar

Allir hlæja á öskudaginn,

ó hve mér finnst gaman þá.

Hlaupa lítil börn um bæinn,

bera poka til og frá.

© 2016 - 2023 Karellen