KarellenUmhverfissáttmáli Kærabæjar

Í leikskólanum Kærabæ er áhersla lögð á að draga úr umfangi sorps, að endurnýta á sem fjölbreyttasta hátt og að virðing fyrir umhverfinu verði sjálfsagður þáttur í öllu starfi leikskólans. Í leikskólanum er unnið að því að Staðardagskrá 21 verði framfylgt eftir bestu getu en rekstraraðili leikskólans er þátttakandi í því verkefni. Til þess að halda umhverfi okkar hreinu einsetjum við okkur að tína upp það rusl sem á vegi okkar verður í vettvangsferðum og hirðum úr því það sem við getum nýtt í skapandi starf.

© 2016 - 2023 Karellen