Karellen


Lubbi finnur málbein

Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegur að gelta og þá heyrist ,,voff - voff." En Lubba langar mikið til að læra að tala. Þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Hann veit að þegar hann hefur lært þau öll losnar um málbeinið og hann getur leyst frá skjóðunni. Hann hefur örugglega frá mörgu að segja.

Lubbi býður öllum börnum í ævintýraferð um Ísland þvert og endilangt í leit að 35 málbeinum sem hjálpa honum að læra íslensku málhljóðin, fljótt og vel. Hann býður ykkur jafnframt að koma í Hljóðasmiðjuna sína til að æfa ykkur í að tengja saman hljóðin og læra að lesa og skrifa um leið og hann.

Lubbi finnur málbein er efni sem hugsað er til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára.

Heimasíða Lubba

© 2016 - 2023 Karellen