PALS fyrir leikskóla var þróuð af Doug Fuchs, Ph.D. og Lynn Fuchs, Ph.D. í peabody College við Vanderbilt University í Tennessee-fylki. Markmiðið með aðferðinni er að gefa kennurum kost á að örva og þjálfa samtímis hóp af börnum í hljóð- og stafaþekkingu, lestri eða stærðfræði með jafningjamiðlaðri nálgun (félagakennslu). Hér í Kærabæ eru PALS tímar tvisvar í viku.
Nemendur eru paraðir saman og skiptast þeir á að vera kennari (þjálfari) og nemendur (leikmenn).
Hlutverk þjálfara er að leiða leikmanninn gegnum verkefnin með því að:
- Lesa leiðbeiningar spilaspjaldsins fyrir hann
- Aðstoða hann við að finna svörin
Hlutverk leikmanna er að:
- Fylgja fyrirmælum þjálfara
- Vinna verkefnin á spilaspjaldinu