KarellenGullkorn

Desember 2012

Drengur: Hvernig er græna borðið á litin?

Kennari: Hvernig er það á litinn?

Drengur: Gult!!!

Stúlka er að púsla Línu Langsokk og segir svo allt í einu, Vitiði! Hvað apinn heitir? Hann heitir herra snigill.

Nóvember 2012

Stúlka: Ég var heima með gubbu-hest og svo fékk ég líka ælu-hest.

Október 2012

Drengur: Pabbi getu ekki keypt svona kusu af því þá fær mamma mín ánamark í eyrun og deyr.

Stúlka: Má ég fara með þetta í drullu-dallinn (fara með matarafganga í svanga-manga)

Drengur: Néi, nei, nei, nei bílinn hans afa er ekki neinn druslubíll hann er svona Landakruser.

Stúlka: ég vil ekki vera feikirófa, ég er að reyna að vera stillt, það er stundum bara svo erfitt. (móðirin kallar barnið feikirófu)

September 2009

Stúlka: Ég er með slím í hálsinum af því ég beit í svo hart epli hjá mömmu í gær.

Apríl 2009

Drengur: Hann er bara að sæla hann (Heilsa honum)

Október 2008.

Stúlka: Hann pabbi hann hlustar aldrei á mig og mömmu. Svo treystir hann aldrei mér og systir minni, okkur stelpunum


Stúlka: Mamma mín er ennþá með barn í maganum

Kennari: Nú, hvenær á það að fæðast?

Stúklan: Bara eftir 20 ár eða þegar jólin koma.


Stúlka: ,,Ég sé margar forstjórur!” segir stúlkan þegar hún horfði í gegnum margföldunarkíkinn.


Apríl 2008

Stúlka: ,,Vitringurinn flaug út um gluggann” (Þríhyrningurinn flaug út um gluggann).

Vitringamjólk = horfði á þríhyrninginn á mjólkurfernunni.


Maí 2007

Stúlka (4,3 ára): Lilla veistu! Ég fékk svona sólarbirtu heima. (sólarvörn)


Febrúar 2007

Tvær stúlkur voru í leik í grænaherberginu, komnar í kjóla og fín föt, þegar önnur prinsessan spyr hina: viltu giftast mér? Svarar sú aðspurða um hæl: Já!- hugsar í eitt augnablik og segir svo: getur þú sagt mér hvað það er að giftast?


Það myndaðist umræða við matarborði um banaslys þar sem einhver hafði heyrt það í fréttunum og kennarinn spyr yfir hópinn hvort þau viti hvað banaslys sé?

Drengur ( 5,1 ára): Ég veit það! Það er svona þegar tveir bananar klessast saman og verða að kremju.


Nóvember 2006

Stúlka (3,10 ára): Maginn minn er alltaf að tuða í Cheerios.


Drengur (5,4 ára): Viltu gefa henni riðið (roð) okkar?


Október 2006

Fjögra ára Drengur var spurður að því hvenær litla systkinið sem von var á ætti að fæðast og hann svaraði:

Litla barnið mitt á að fæðast í eitthvað ber! (desember)


Drengur (5 ára): Það er ekki búið að skrifa stígvélin mín!


Ágúst 2006

Drengur (4,11 ára): Þegar ég fæddist og þá var ég skýrður Gunnar Ástþór, en nafnið mitt brotnaði og var rifið blaðið og ég fékk nýtt nafn, svo þegar ég var orðin stór, þá var ég skýrður XXX


Apríl 2006

Stúlka: það var í nónhressingunni að annað barn sagði “ það er aftur komin nótt” og Stúlkan sagði “ Nei ! það er bara vetur.”


Október 2005

Stúlka: hann bróðir minn á heima í Luggebux! (Fannar býr í Luxemburg)


Ágúst 2005

Stúlka: Borðar þú ekki börn Þórunn? ( Stúlkunni hafði verið sagt að Þórunn elskaði börn!)


Stúlka: mamma baula

kennari: er mamma þín að baula?

Stúlka: Já! Endalaust.


Stúlka: Lilla hugsa

kennari: Nú! Er Lilla að hugsa? Hvað er Lilla að hugsa?

Stúlka: Lilla lítil

kennari: Er Lilla að hugsa um það þegar hún var lítil?

Stúlka: já!


Apríl 2005

Stúlka 4,8 ára: veistu hvað ég verð gömul næst þegar ég á afmæli? 90 ára þá ætla ég að fara í bleikann leðurgalla á bleikt barbymótorhjól.


Drengur 4,3 ára. “ veistu það að hann pabbi minn er nú orðin svo stór – hann er meira segja stærri en ég!


Drengur: já fólk borðar stundum rúllur ég hef séð mömmu borða gras.


Stúlka: Sjáðu, ég er í svona blómóttum sokkabuxum.


Mars 2005

Kennari spyr stúlku 2,1 árs sem á von á litlu systkini “ hvar á litla barnið að sofa?

stúlkan: Í mínu rúmi

kennari: En hvar ætlar þú þá að sofa?

stúlkan: Hjá mömmu minni.


Október 2003

Drengur: þegar ég er dauður þá fer ég upp í geyminn og á heima þar.

kennari: Nú! Ætlar þú að eiga heima á tunglinu?

Drengur: Nei! Ég fer upp í skýin og á heima hjá Guði.

Drengur: Guðfaðir, guðfaðir.

kennari: XXX hvað er guðfaðir?

Drengur: Æ! Það er svona vonlaus karl með töfrasprota.

© 2016 - 2023 Karellen