Karellen


Velkomin í Heilsuleikskólann Kærabæ

Velkomin í leikskólann

Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barnið og foreldra þess og er því mikilvægt að huga vel að hvernig staðið er að aðlöguninni. Nauðsynlegt er að gefa barninu nægan tíma í upphafi leikskólagöngunnar þannig að það öðlist öryggistilfinningu. Barnið þarf góðan tíma til þess að kynnast leikskólanum, nýju umhverfi, kennurunum og hinum börnunum. Á meðan á aðlöguninni stendur er mikilvægt að foreldrar kynnist kennurunum og því starfi sem fram fer í leikskólanum. Í aðlöguninni taka foreldrar virkan þátt í starfinu með barni sínu og kennarar læra af þeim þær venjur og aðferðir sem barnið er vant. Með því er lagður góður grunnur að framtíðinni.

Til þess að ná þessum markmiðum höfum við sérstaka aðlögunaráætlun sem foreldrum er kynnt í upphafi leikskólagöngunnar.

Dagur 1: Foreldrar dvelja með barninu í 1 klukkustund.

Dagur 2: Nú er dvalartíminn lengdur í 1 ½ til 2 klukkustundir. Ef vel gengur skilja foreldrar barnið eftir eitt í 10 til 15 mínútur en fara ekki af leikskólanum.

Dagur 3: Nú dvelja foreldrar í 2 til 2 ½ klukkustund og á þessum tíma fær barnið að borða í leikskólanum og foreldrar fara frá í ca. ½ til 1 klukkustund.

Dagur 4: í dag dvelur barnið í 3 klukkustundir og nú er sá tími sem foreldrar eru í burtu líka lengdur eða ca. 2 klukkustundir.

Dagur 5: Barnið dvelur nú 3 til 3 ½ klukkustund ef vel gengur er það eitt nær allan tímann.

Allar þessar tímasetningar eru viðmiðunartöflur.

Hér er hægt að sækja aðlögunarbækling Kærabæjar

Bæklingur

© 2016 - 2024 Karellen