Karellen
news

Vináttu - verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

25. 01. 2018

Við erum að innleiða Vináttu - verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í starf leikskólans.

Um er að ræða forvarnarverkefni gegn einelti fyrir börn á aldrinum 3- 8 ára.

Efnið heitir á frummálinu Fri for mobberi og er þýtt, staðfært, framleitt og gefið út af Barnaheillum – Save the Children á Íslandi í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku. Vinátta eða Fri for mobberi byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu skólastarfinu auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Efninu fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd vináttunnar auk hjálparbangsa fyrir hvert það barn sem mun vinna með verkefnið.

Leikskólar sem vilja nota efnið þurfa að fara á námskeið til að fá leyfi til að nota það og fór Guðrún á námskeið í október 2017 og fékk námsefnið í kjölfarið, Jóhanna fór á námskeiðið í febrúar 2017 og mun hún verða umsjónarmaður verkefnisins.

Á leikskólanum Kærabæ munu aldurshóparnir þriggja til fimm ára vinna með verkefnið veturinn 2017- 2018.

Hægt er að kinna sér efnið nánar á vefsíðu Barnaheilla hér: http://www.barnaheill.is/Vinatta

og á dönsku vefsíðunni http://www.friformobberi.dk/fl/.

Í gær byrjuðum við verkefnið á að Bjarki Slökkviliðsstjóri kom í björgunarleiðangur til okkar, þar sem Blær var eitthvað villtur, og aðstoðaði hann okkur við að finna Blæ og koma honum inn í hús. Við viljum þakka Bjarka kærlega fyrir alla aðstoðina.

© 2016 - 2024 Karellen