Karellen

Í Heilsustefnunni er lögð áhersla á hollt og fjölbreytt fæði þar sem markmiðið er að auka grænmetis og ávaxtaneyslu barna. Boðið er upp á ferskmeti þar sem allur matur er unninn á staðnum og lögð áhersla á að nota harða fitu, salt og sykur í hófi. Við samsetningu matseðla er tekið mið af markmiðum Lýðheilsustöðvar varðandi næringu barna.

Börn í heilsuleikskóla fá skipulagðar hreyfistundir 1 til 2 sinnum í viku. Þessar stundir eru skipulagðar fyrirfram þar sem markmiðið er að auka samhæfingu, jafnvægi, kraft og þor barnanna. Leitast er eftir að hreyfingin sé framkvæmd á sem fjölbreyttastan hátt við ólíkar aðstæður. Skapandi vinna lýtur að alhliða þroska barna, þau æfast í samhæfingu handa og augna, öðlast sjálfstraust og læra að nota eigið hugvit. Börnin öðlast færni í að koma hugmyndum sínum á framfæri í máli, myndum, söng og leikrænni tjáningu. Við upphaf leikskólagöngu fær hvert barn Heilsubók barnsins, sem er skráning á þroska og færni þess í tengslum við markmið Heilsustefnunnar. Hún hefur að geyma útfærð skráningablöð varðandi t.d. heilsufar, hæð og þyngd, lífsleikni, úthald, þekkingu á litum og formum, hreyfifærni, næringu og svefn og færni í sköpun. Skráningin gerir kennurum kleift að fylgjast með þroskaframvindu barnsins og er einnig tæki til að upplýsa foreldra um stöðu þess í leikskólanum.

Hér er hægt að sækja áhersluþætti Heilsustefnunnar

Heimasíða Heilsustefnunnar

© 2016 - 2024 Karellen