news

​Dagur leikskólans 06. febrúar 2020

03. 02. 2020

Dagur leikskólans 06. febrúar 2020

Félag leikskólakennara, menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli, standa fyrir „degi leikskólans“ þann 6. febrúar, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Markmiðið með deginum er að vekja athygli á þýðingu leikskóla fyrir börn og skapa jákvæða ímynd leikskólakennslu. Deginum er einnig ætlað að vekja athygli á stöðu leikskólans, gildi hans fyrir þjóðarauð og alla menningu.

Að því tilefni verður listasýning og opið hús hér hjá okkur í Heilsuleikskólanum Kærabæ frá klukkan 14:00 til 16:00 fimmtudaginn 06. febrúar.

Starfsfólk og börn Heilsuleikskólans Kærabæjar.

© 2016 - 2020 Karellen