Karellen


Íslensku jólasveinarnir eru taldir þrettán og kemur sá fyrsti til byggða 13 dögum fyrir jól eða 12. desember.


Hér fyrir neðan eru vísur Jóhannesar úr Kötlum sem við höfum mikið dálæti á og þar getið þið séð hvenær hvaða jólasveinn kemur til byggða.

Vísur

1. Bjart er yfir Betlehem
Enskt lag. Ljóð: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka

Bjart er yfir Betlehem,

blikar jólastjarna.

Stjarnan mín og stjarnan þín

stjarnan allra barna.

Var hún áður vitringum

vegaljósið skæra.

Barn í jötu borið var,

barnið ljúfa, kæra.

Víða höfðu vitringar

vegi kannað hljóðir.

Fundið sínum ferðum á

fjöldamargar þjóðir.

Barst þeim allt frá Betlehem

birtan undurskæra.

Barn í jötu borið var,

barnið ljúfa, kæra.

Barni gjafir gáfu þeir.

Blítt þá englar sungu.

Lausnaranum lýstu þeir,

lofgjörð drottni sungu.

Bjart er yfir Betlehem

blikar jólastjarna.

Stjarnan mín og stjarnan þín

stjarnan allra barna.

2. Bráðum koma blessuð jólin
Lag: W.B.Bradbury. Ljóð: Jóhannes úr Kötlum

Bráðum koma blessuð jólin,

börnin fara að hlakka til.

Allir fá þá eitthvað fallegt

í það minnsta kerti og spil.

Hvað það verður veit nú enginn

vandi er um slíkt að spá.

Eitt er víst að alltaf verður

ákaflega gaman þá.

3. Jólasveinar einn og átta
Enskt lag. Íslensk þjóðvísa

Jólasveinar einn og átta,

ofan komu af fjöllunum.

Í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,

fundu hann Jón á völlunum.

Andrés stóð þar utan gátta

það átti að færa hann tröllunum.

Þá var hringt í Hólakirkju

öllum jólabjöllunum.

4. Jólasveinar ganga um gólf
Lag: Friðrik Bjarnason. Höf. ókunnur

Jólasveinar ganga um gólf

með gylltan staf í hendi,

móðir þeirra sópar gólf

og hýðir þá með vendi.

Upp á stól stendur mín kanna,

níu nóttum fyrir jól

þá kem ég til manna.

(Jólasveinar ganga um gólf

með gildan staf í hendi,

móðir þeirra hrín við hátt

og hýðir þá með vendi.

5. Það á að gefa börnum brauð
Íslenskt þjóðlag. Þjóðvísa

Það á að gefa börnum brauð

að bíta í á jólunum,

kertaljós og klæðin rauð

svo komist þau úr bólunum,

væna flís af feitum sauð

sem fjalla gekk á hólunum.

Nú er hún gamla grýla dauð

og gafst hún upp á rólunum.

© 2016 - 2023 Karellen