Karellen

Þróunarverkefni

Þróunarverkefni í snemmtækri íhlutun í leikskólum sem tilheyra Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu – Sérstök áhersla er lögð á málþroska og undirbúning undir lestur.

Verkefnastjóri: Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur í samvinnu við Skólaþjónustu Rangárvalla – og Vestur Skaftafellssýslu

Markmið Þróunarverkefnisins:

Að öll börn í leikskólum sem tilheyra Skólaþjónustu Rangárvalla – og Skaftafellssýslu nái hámarksárangri hvað varðar mál, tal og boðskipti og undirbúning hvað varðar lestur. Stefnt er á að þessi undirbúningur í leikskólanum skili börnunum betur undirbúnum inn í fyrsta bekk grunnskóla og að unnið sé í anda heildstæðrar skólastefnu. Lögð verður áhersla á að hvert barn fái íhlutun og kennslu við hæfi og að kennsla í grunnskólum byggi á niðurstöðum og áherslum í kennslu frá leikskólunum, þannig að komið verði í veg fyrir afturvirkt rof (Gerður G. Óskarsdóttir, 2012). Unnið verður eftir hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun með áherslu á hámarksárangur allra nemenda hvað varðar málþroska og læsi.

Að Skólaþjónusta Rangárvalla – og Vestur Skaftafellssýslu taki leiðandi hlutverk í valdeflingu starfsfólk leikskólanna ásamt því að nota aðferðir snemmtækrar íhlutunar til að efla málþroska og læsi.

Hér er hægt að sækja handbókina

© 2016 - 2023 Karellen